NÁMSKEIÐ Í MAÍ

Núvitund og Náttúra

Umbreytandi helgarnámskeið í maí
Við hjá Grænum ferðum erum að springa úr spenningi. Ástæðan? Jú, í maí eigum við von á flottum gestum frá Mallorca. Þetta eru Estrella og Cristina, stórkostlegar konur, sem við hittum í Mallorca síðastliðið haust. Cristina er jógakennari og Estrella er markþjálfi. Við vörðum heilum degi með þeim á sveitasetri í fjöllunum fyrir utan Palma, í jóga, fjallgöngu og alls konar sjálfsrækt. Mögnuð upplifun! Nú eru þær á leið til okkar til Íslands, í maí og verða með námskeið. Námskeiðið verður í Húsnæði Heilsu og spa, Ármúla 9, föstudaginn 10. maí (1/2 dagur) og laugardaginn 11. maí (1 dagur). Aðeins 15 pláss í boði. Námskeiðið kostar 29.900.-. Innifalið er jóga, markþjálfun, göngutúr, náttúruupplifun og hádegismatur á laugardeginum.

Skrá þátttöku hér

29.900.-

FERÐIR INNANLANDS

Námskeið um núvitund og sjálfsvinsemd.

Jóga og gönguferð á Hornstrandir

Hvar er betra að stunda jóga en í algjörri kyrrð á einum fegursta stað Íslands. Grænar ferðir, í samstarfi við Ferðafélag Íslands, bjóða upp á jóga og göngur á Hörnströndum í júlí.
Gist er í þrjár nætur í Hornbjargsvita og dvalið við náttúruskoðun, óbyggðaupplifun, gönguferðir og jóga.
Þátttakendur koma á eigin vegum í Norðurfjörð á Strandir þar sem ferðin hefst. Sameinumst í bíla. Siglt í Barðsvík á Ströndum þaðan sem þátttakendur ganga með allan farangur, fyrir utan mat, í Hornbjargsvita. Gengið á Hornbjarg, yfir í Hornvík, um eitt stórbrotnasta landslag Íslands.

Frá 98.000.-

Skrá þátttöku hér

Jóga og gönguferð á Hornstrandir, 18. - 21. júlí, 2019
Námskeið um núvitund og sjálfsvinsemd.

Umbreytandi helgarnámskeið í maí

Skrá þátttöku hér

Við hjá Grænum ferðum erum að springa úr spenningi. Ástæðan? Jú, í maí eigum við von á flottum gestum frá Mallorca. Þetta eru Estrella og Cristina, stórkostlegar konur, sem við hittum í Mallorca síðastliðið haust. Cristina er jógakennari og Estrella er markþjálfi. Við vörðum heilum degi með þeim á sveitasetri í fjöllunum fyrir utan Palma, í jóga, fjallgöngu og alls konar sjálfsrækt. Mögnuð upplifun! Nú eru þær á leið til okkar til Íslands, í maí og verða með námskeið. Námskeiðið verður í Húsnæði Heilsu og spa, Ármúla 9, föstudaginn 10. maí (1/2 dagur) og laugardaginn 11. maí (1 dagur). Aðeins 15 pláss í boði. Námskeiðið kostar 29.900.-. Innifalið er jóga, markþjálfun, göngutúr, náttúruupplifun og hádegismatur á laugardeginum.

29.900.-

Umbreytandi helgarnámskeið í maí
10. og 11. maí, 2019

FERÐIR ERLENDIS

Námskeið um núvitund og sjálfsvinsemd.

Costa Rica

Náttúruupplifun á Costa Rica, 15. febrúar til 2. mars, 2020

Costa Rica, er þekkt fyrir einstaka náttúrufegurð, regnskóga sína, eldfjöll, strendur og margbrotið dýralíf. Costa Rica liggur í Mið Ameríku, mitt á milli Nicaragua og Panama, og er umlukið Karabíska hafinu og Kyrrahafinu. Um fjórðungur landsins er þakið vernduðum skógum og dýralífi og hefur landið einblínt á sjálfbærni og sjálfbæra ferðamennsku. Grænar ferðir eru í samstarfi við þarlenda ferðaskrifstofu, Discovery Travel, sem mun taka á móti okkur og fylgja okkur um þetta fallega land. Einstakt ævintýri sem ekki má missa af!

Verð frá 370.000

Skrá þátttöku hér

Heilsueflandi hamingjuferð til hinnar fögru eyju, Mallorca 3 - 10. október, 2019

Flogið verður til Barcelona og gist þar eina nótt á leið til Palma. Stutt skoðunarferð um hina dásamlegu Barcelona. Flogið til Palma 4. október og farið beint á gististað. Við njótum Palma í gönguferðum, hjólaferðum og gerum jógaæfingar á hverjum degi til að liðka líkamann og næra andann. Við njótum samvistar Mimi Kirk sem er frægust fyrir hráfæðislífstíl sinn og mun hún að fræða okkur um hráfæði og kenna okkur að elda. Við förum í skoðunarferðir og leitum að ævintýrum.

Mallorca

FRÆÐSLA

UM OKKUR

 

 

Grænar ferðir er hópur kvenna sem hefur einskæran áhuga á útivist, náttúru, umhverfismálum og heilbrigðum lífsstíl. Ferðirnar okkar miða að því að leiða fólk um fallega náttúru og að innri vellíðan og hamingju. Við  ætlum að tengjast umhverfinu og læra að vera í núinu. Markmið með Grænum ferðum er einnig að læra að bera virðingu fyrir umhverfinu, okkur sjálfum og hvert öðru. Við lærum lífsstíl sem er með það markmið að færa meðvitund okkar nær umhverifnu.
UMSJÓNARMENN OG LEIÐBEINENDUR
 
 
Gróa Másdóttir, leiðsögukona, markþjálfi og jógakennari
 
Helga Bára Bartels Jónsdóttir, leiðsögukona, jarðfræðingur og fimleikaþjálfari
 
Sigrún Eiríksdóttir, leiðsögukona og kennari
 • Núvitund

  Lífið er samsett úr augnablikum, sem við getum kallað núið. Hugurinn hefur hins vegar tilhneigingu til að vera víðs fjarri. Á meðan líður lífið hjá, án þess að við tökum eftir því. Með núvitund lærum við að temja athyglina til að vera meira hjá okkur og upplifa það sem er að gerast á meðan það er að gerast. Við lærum að njóta þess smáa í lífinu og styrkjum hamingjusvæðin í heilanum.

 • Hugarró og sátt

  Með núvitund erum við að endurforrita huga okkar. Við tileinkum okkur afstöðu byrjandans, erum forvitin og opin fyrir reynslu okkar. Afstaðan skapar raunveruleikann. Það eru ekki atburðir sem koma fólki í uppnám, heldur viðhorf þess til þeirra. Hugarfar okkar byggist á afstöðu okkar, sem ræður upplifun okkar.

 • Meiri hamingja

  Við getum styrkt hamingjusvæðin í heilanum. Við gerum það helst með því að vera í tengslum við okkur sjálf, í tengslum við annað fólk. Vð getum valið okkur augnarblik, frá síma, hugarangri, streitu, einangrun og firringu. Við getum valið hvort við fóðrum góða eða vonda úlfinn (sbr. Þjóðsaga Cherokee).

 • Sagan um góða og vonda úflinn

  Eldri Cherokee indíáni ræðir við barnabarn sitt um lífið og tilveruna. “Mikil barátta á sér stað innra með mér”, segir hann. “Þetta er hræðileg barátta tveggja úfla. Annar úlfurinn er illska - hann er reiði, sjálfselska, græðgi, eftirsjá, öfund, gremja, hræsni og hroki. Hinn úlfurinn er góður - hann er friðsæld, ástríða, von, gleði, auðmýkt, samúð, gjafmildi, sannleikurinn og trúin. Barnabarnið veltir þessu fyrir sér og spyr svo afa sinn, “Hvor úflurinn vinnur””? Eldri Cherokee indíáninn svarar, “Þann sem sem þú fóðrar” ."

 • Slide #5 title

  Slide #5 paragraph

 • Slide #6 title

  Slide #6 paragraph

 • Slide #7 title

  Slide #7 paragraph

 • Slide #8 title

  Slide #8 paragraph

 • Slide #9 title

  Slide #9 paragraph

 • Slide #10 title

  Slide #10 paragraph

HAFA SAMBAND

Netfang: info@graenarferdir.is

sími: 864 1336