top of page
ERFIÐLEIKASTIG
Flokkunarkerfi eftir erfiðleika
1 skór.
Léttar og stuttar dagleiðir (4-6 klst.), mest sléttlendi og léttur dagpoki. Flestum fært.
2 skór.
Miðlungslangar dagleiðir, oft hæðótt landslag, engar eða auðveldar ár að vaða og dagpoki (5-7 klst.). Þarf að vera í nokkuð góðu formi.
3 skór.
Langar dagleiðir (6-8 klst.), gengið í fjalllendi og stundum erfiðar ár að vaða, stundum gist í húsum eða allt (ásamt tjaldi) á bakinu. Þarf að vera í góðri þjálfun.
4 skór.
Erfiðar og langar dagleiðir (yfir 10 klst.) Gengið í fjalllendi með allt á bakinu, jafnvel erfiðar ár að vaða. Þarf að vera í mjög góðri þjálfun.
bottom of page