top of page
Hornstrandir-ysta hornið.jpg

HORNSTRANDIR
​Í SAMSTARFI VIÐ BOREA ÍSAFIRÐI

172.000.- kr.

Lengd ferðar: 5 dagar / 4 nætur.
Erfiðleikastig 2-3 af 4 skór (sjá hér​)

DAGSETNING: 

17. - 21. júlí, 2023.
 

INNIFALIÐ:

Gisting í Hornvík í lúxus tjöldum (glamping), svefnpokar á staðnum (koma með lök (liner) inn í svefnpokann), sigling milli Ísafjarðar og Hornvíkur, fullt fæði og fararstjórn.

 

Grænar ferðir, í samtarfi við Borea Ísafirði, bjóða upp á gönguferð á Hörnströndum. Við ætlum að ganga saman, gera jóga, synda í sjónum fyrir þá sem vilja, slaka á, skemmta okkur og síðast en ekki síst að njóta þessa magnaða svæðis. Jóga á hverjum morgni áður en við leggjum af stað í gönguferð dagsins, slökun og hugleiðsla úti á Horni og einnig munum við grípa tækifærin þegar þau gefast til að njóta, slaka á og hugleiða í gönguferðunum. Innifalið er gisting í lúxus tjöldum í Hornvík, sigling, fararstjórn, jóga og matur. Dagsferðir frá Hornvík, svo eingöngu er gengið með dagpoka.

DAGUR 1 / 17. júlí

Siglt frá Ísafirði inn í Hornvík. Komum okkur fyrir, skoðum nærumhverfið, borðum kvöldmat og höfum það notalegt.

DAGUR 2 / 18. júlí

Við leggjum snemma af stað, um 9 leytið, og göngum út á Horn. Gangan er 18-20 km löng og tekur um 8-10 klst. Lengdin fer eftir því hvort við göngum fram og til baka eða tökum hringleið. Hornvíkin er ævintýraleg og gangan er ákaflega falleg og fjölbreytt. Ef veður leyfir munum við fara hringleið, þ.e. förum út víkina á leiðinni út á Horn og svokallaða efri leið til baka. 

DAGUR 3 / 19. júlí

Leggjum snemma af stað og heimsækjum Hornbjargsvita. Gangan er um 13 km löng, og tekur um 6-8 klst. Göngum upp Kýrskarð, niður í Látravík þar sem Hornbjargsviti er staðsettur. Njótum svæðisins í kringum vitann. Förum upp Almenninga, gegnum Almenninsskarð, niður Innstadal og inn í born Hornvíkur. Þeir sem vilja geta fengið sér sundsprett í víkinni.
Mögulega munum við svissa degi 2 og 3. Það fer allt eftir veðri.

DAGUR 4 / 20. júlí

Fer eftir veðri og aðstæðum hvert við göngum.


DAGUR 5 / 21. júlí

Síðasta daginn göngum við frá, og leikum okkur í nágrenninu á meðan að við bíðum eftir bátnum.

Allir dagar byrja með léttu jóga og hugleiðingum fyrir daginn. Allir dagar enda á góðum teygjum. Mögulega bætum við slökun og öndun inn ef veður og aðstæður leyfa í göngutúrunum.

Fararstjórn

Gróa Másdóttir og Borea

bottom of page