Hornstrandaferd.jpeg

HORNSTRANDIR

119.000.- kr.

Lengd ferðar: 5 dagar / 4 nætur.

DAGSETNING: 

20. - 24. júlí, 2022.

INNIFALIÐ:

Gisting í Norðurfirði daginn fyrir siglingu, sigling í Hornbjargsvita, gisting í Hornbjargsvita, morgun- og kvöldmatur og fararstjórn. Ekki innifalið er nesti yfir daginn.


Grænar ferðir bjóða upp á ferð í Hornbjargsvita næsta sumar. Nánar tiltekið 20. - 24. júlí, 2022. Við ætlum að ganga saman, gera jóga, slaka á, skemmta okkur og síðast en ekki síst að njóta þessa magnaða svæðis. Við munum ganga í nágrenni vitans, ganga út á Horn, niður í Hornvík og jafnvel yfir í Hrollaugsvík. Jóga á hverjum morgni áður en við leggjum af stað í gönguferð dagsins, slökun og hugleiðsla úti á Horni og einnig munum við grípa tækifærin þegar þau gefast til að njóta, slaka á og hugleiða í gönguferðunum. Innifalið er gisting í Norðurfirði, og í vitanum í þrjár nætur, sigling, fararstjórn, jóga og matur. Dagsferðir frá Hornbjargsvita, svo eingöngu er gengið með dagpoka.

DAGUR 1 / 20. júlí

Gist í Norðurfirði.

DAGUR 2 / 21. júlí
Norðurfjörður - Smiðjuvík/Hornbjargsviti. 12 km / 5-6 klst. 

Við siglum frá Norðurfirði til Smiðjuvíkur, ef aðstæður leyfa. Göngum þaðan í vitann góða. Gangan er um 12 km löng og góð til að koma okkur í göngugírinn. Allur farangur verður ferjaður í vitann á meðan að við göngum. Ef veður og/eða lendingaraðstæður í Smiðjuvík eru ekki hentugar þá munum við sigla beint í vitann og skoða nærumhverfið.

DAGUR 3 / 22. júlí

Ganga á Hornbjarg. 18-20 km / 8-10 klst.
Við leggjum snemma af stað þegar við göngum út á Horn. Gangan er 18-20 km löng og tekur um 8-10 klst. Lengdin fer eftir því hvort við göngum efri eða neðri leiðina. Sú efri er meira krefjandi og veðrið verður að vera bjart til að hægt verði að fara þá leið. Hún er ákaflega falleg og fjölbreytt. Neðri leiðin er einnig afar falleg. Þá göngum við niður í Hornvíkina og þaðan út á Horn. Víkin er ævintýralega falleg. Hvora leiðina sem við forum út á Horn, þá förum við neðri leiðina til baka í vitann. 

DAGUR 4 / 23. júlí

Ganga í Hornvík.
Ef veður og aðstæður leyfa förum við mögulega aftur inn í Hornvíkina, en nú í gegnum Kýrskarðið. Þá komum við í botn víkurinnar og munum við skoða víkina og leika okkur þar. Ef okkur sýnist svo þá förum við frekar yfir í Hrollaugsvíkina og skoðum mannvistarleyfar þar. Það má einnig bara slaka á í vitanum ef fólk vill 😊

Mögulega svissum við degi 2 og degi 3. Það fer allt eftir veðri.


DAGUR 5 / 24. júlí

Síðasta daginn göngum við frá, komum dótinu okkar fyrir utandyra og leikum okkur í nágrenninu á meðan að við bíðum eftir bátnum.

Allir dagar byrja með léttu jóga og hugleiðingum fyrir daginn. Allir dagar enda á góðum teygjum. Mögulega bætum við slökun og öndun inn ef veður og aðstæður leyfa í göngutúrunum.

HVAÐ Á AÐ TAKA MEÐ

Það sem þarf að koma með fyrir Hornstrandir:

 • Gönguskór, góðir, vatnsheldir gönguskór.

 • Vaðskór.

 • Grunnlag, tvö sett af hlýjum langermabol og buxum.

 • Miðlag, ull eða lopapeysa.

 • Auka lag, taktu með þér meðalþykkt lag ef þér verður mjög kalt.

 • Jakki, vind- og vatnsheldur, gore-tex eða álíka. Jakkinn verður að vera vatnsheldur og helst hafa hettu.

 • Vatnsheldar buxur, gore-tex eða álíka, og helst með rennilásum til kælingar.

 • Hanskar, eitt par af hlýjum hönskum og vindhelt par yfir.

 • Húfa, helst með vindþéttu fóðri.

 • Göngusokkar, þrjú pör, eitt þunnt, eitt þykkt og eitt par á kvöldin.

 • Göngustafir.

 • Handklæði, þunnt, sem þornar fljótt.

 • Bakpoki, dagpoki, 20-40 lítrar.

 • Regnheld hlíf yfir bakpokann eða regnslá sem hylur þig og bakpokann.

 • Sólgleraugu, helst með ól svo þau týnist ekki.

 • Sólarvörn / varasalvi með UV-sólarvörn.

 • Svefnpoki og lak

 • Ílát fyrir vatn.

 • Tannbursti og -krem, hárbursti, sjampó, hárnæring, eyrnatappar, svefnmaski….

 • Lyf, ef við á. 

 • Höfuðljós, og auka rafhlöður.

 • Snarl, súkkulaði, hnetur eða orkustangir eða eitthvað sem þér langar að taka með þér.

 • Reiðufé eða kreditkort, sturta kostar um 500 krónur.
  Ath. Munið að láta vita um ofnæmi eða sérstakt matarræði.

Við mælum líka með:

 • Plastpokar. Fyrir búnað sem er í bakpokanum, til að halda þeim þurrum.

 • Hitabrúsi. 

 • Myndavél. Það er auðvitað mikilvægt að vera í núvitund í göngunni, en líka gaman að taka myndir fyrir minningar.

Fararstjórn

Gróa Másdóttir, Sigrún og Helga Bára