„Mér fannst námskeiðið mjög skemmtilegt. Estrella og Cristina voru hugmyndaríkar, jákvæðar og gáfu svo mikið af sér. Það var svo góður andi yfir öllu námsskeiðinu. Kærleikskveðja💚"
-María

„Fararstjórn er mjög góð, bæði hjá íslenskum og innfæddum, mikill fróðleikur um náttúru og dýralíf. Hópurinn var í fínni stærð og góð vinátta og tengsl."
-Reynir

„Ég sótti námskeið með þeim Estrellu og Cristinu vorið 2019 og það var yndislegt. Þær eru með svo þægilega nærveru og sköpuðu með spennandi nálgun sinni eitthvað alveg sérstakt andrúmsloft. Ólíkt öllum öðrum námskeiðum sem ég hef sótt. Ég get sannarlega mælt með helgarnámskeiðinu hjá Grænum ferðum og fannst það algjör upplifun“
-Hanna

„Ég var þess heiður aðnjótandi að fara í jómfrúarferð Grænna Ferða til Costa Rica. Ferðahópurinn var af mátulegri stærð 10 manns, sem þýddi að við náðum að vera þéttur og skemmtilegur hópur og ég eignaðist 9 nýja vini í þessari ferð. Við fórum á fimm ólíka en yndislega staði. Að fá að upplifa til dæmis að vera í miðjum regnskógi eða nálægt eldfjall og vakna við hin stórkostlegu sinfóníu sem dýrin og umhverfið gaf okkur er ómetanlegt. Ferðin var mjög fjölbreytt, skemmtileg og fræðandi. Farastjórn bæði hjá íslensku farastjórunum og innlenda farastjóranum okkar var ekkert nema fagmennska. Það var líka frábært að gera jóga- og slökunaræfingar og teygjur eftir göngurnar. Ég mæli hiklaust með ferð til Costa Rica með Grænar ferðir árið 2020, a.m.k. langar mig þangað aftur. Takk kærlega fyrir mig."
-Hrönn

 

+354 8641336

Rafstöðvarvegur 4