top of page

„Þarf eitthvað að auglýsa?? Við mætum allar aftur. Þú ert besti fararstjórinn og það er enginn sem fær þig toppað.“
-Katrín

,,The trip was amazing! The guides were organised and fun and kind. The people were all nice. The food was easy and delicious. The weather was amazing too (thanks for organising that!!!). I thought that everything was fabulous. I think you guys are fab ❤️"
-Kate

„Ég fór í göngu/jógaferð á Hornstrandir með Grænum Ferðum sumarið 2018.  Ferðin var mjög vel skipulögð og aðstaðan og maturinn í Hornbjargsvita frábær. Þrátt fyrir að rignt hafi nær alla dagana og útsýnið því ekki sem skyldi, og minna hafi farið fyrir jóganu þess vegna, þá var bara svo mikil gleði og orka í ferðinni að ég kom endurnærð heim.  Takk fyrir mig.“
-Hjördís

„Dásamleg ferð á Hornstrandir sem stóðst allar mínar væntingar. Skemmtilegar daggönguleiðir og slakandi yoga undir frábærri leiðsögn. Kom endurnærð til baka.“
-Auður

„Mig langar að segja um Laugavegs ferðina okkar í sumar. ég hafði aldrei farið í skokk eða göngu ferð sem var lengri en einn dagur, aldrei gist í fjallaskála en þegar þú bauðst mér með í ferðina í sumar var ég aldrei í vafa um að skella mér, var mjög spennt og segi að þetta var algerlega frábært allt. Skipulag, félagsskapur og öll umgjörð. Fer með þér hvenær sem er og hvert sem er aftur ef mér býðst.“
-Ásdís

„Hljóp Laugaveginn í sumar með Gróu. Dásamlega skemmtileg ferð þar sem allt skipulag var til fyrirmyndar. Svo traust og gott að fylgja henni. Hún hélt hópnum vel saman allan tímann og stemningin upp á 10 - mæli með.“
-Sandra

„Vá hvað þetta var geggjuð ferð í alla staði. Fararstjórarnir Gróa og Sigrún  fagmenn fram í fingurgóma. Allt skipulag frábært, góð fræðsla. maturinn mjög góður og algjör snilld að byrja á jóga áður en farið var í göngur um þessa töfrandi paradís sem lónsöræfin eru  Mallorca veður allan tímann og hópurinn svo samstilltur og hress, gat ekki verið betri, þvílíkt flott skáld, söngfuglar og húmoristar.


Ég svíf enn um á alsælu skýji.

Þúsund þakkir fyrir mig.

Ég á pottþétt eftir að fara með ykkur aftur."

-Jóhanna

„Mér fannst allt skipulagið ganga vel. Akstur og gangan niður að húsinu, að tvinna saman göngu og jóga (frábært að gera teygjur eftir göngu), skipulag á matarmálunum, góður matur og innihaldsríka gönguferðir, bæði að sjá og upplifa og fræðast um Lonsöræfin.“
-Steinunn

„Mig hafði lengi langað á Hornstrandir og lét drauminn rætast ... Vinkona mín hætti við, en ég fór samt. Mér fannst þetta vera einstakt tækifæri og óttaðist að ef ég færi ekki núna þá færi ég aldrei. Það sem ég er fegin. Þetta er ógleymanlegt. Fararstjórarnir eru einstakir ... Þeir hafa svo góða nærveru að strax á fyrsta degi var góður andi í hópnum. Gangan var svo áreynslulaus og þetta var allt svo fallegt. Maturinn, stemningin í vitanum, jóga upp í brekku. Gengið á Horn í þoku og svo þegar henni létti - hvílík fegurð. Lofthræðslan féll meira að segja í stafi. Siglingin þar sem við héngum úti á dekki til að umbera sjóveikina og sungum öll lög sem við kunnum. Þessi ferð var yndisleg. Mig langar aftur, og aftur.“
-Ragnhildur

„Fararstjórn er mjög góð, bæði hjá íslenskum og innfæddum, mikill fróðleikur um náttúru og dýralíf. Hópurinn var í fínni stærð og góð vinátta og tengsl."
-Reynir

„Mér fannst námskeiðið mjög skemmtilegt. Estrella og Cristina voru hugmyndaríkar, jákvæðar og gáfu svo mikið af sér. Það var svo góður andi yfir öllu námsskeiðinu. Kærleikskveðja💚"
-María

„Ég sótti námskeið með þeim Estrellu og Cristinu vorið 2019 og það var yndislegt. Þær eru með svo þægilega nærveru og sköpuðu með spennandi nálgun sinni eitthvað alveg sérstakt andrúmsloft. Ólíkt öllum öðrum námskeiðum sem ég hef sótt. Ég get sannarlega mælt með helgarnámskeiðinu hjá Grænum ferðum og fannst það algjör upplifun“
-Hanna

„Ég var þess heiður aðnjótandi að fara í jómfrúarferð Grænna Ferða til Costa Rica. Ferðahópurinn var af mátulegri stærð 10 manns, sem þýddi að við náðum að vera þéttur og skemmtilegur hópur og ég eignaðist 9 nýja vini í þessari ferð. Við fórum á fimm ólíka en yndislega staði. Að fá að upplifa til dæmis að vera í miðjum regnskógi eða nálægt eldfjall og vakna við hin stórkostlegu sinfóníu sem dýrin og umhverfið gaf okkur er ómetanlegt. Ferðin var mjög fjölbreytt, skemmtileg og fræðandi. Farastjórn bæði hjá íslensku farastjórunum og innlenda farastjóranum okkar var ekkert nema fagmennska. Það var líka frábært að gera jóga- og slökunaræfingar og teygjur eftir göngurnar. Ég mæli hiklaust með ferð til Costa Rica með Grænar ferðir árið 2020, a.m.k. langar mig þangað aftur. Takk kærlega fyrir mig."
-Hrönn

bottom of page