BÚNAÐARLISTI
HVAÐ Á AÐ TAKA MEÐ Í GÖNGUFERÐIR
Gönguskór, góðir, vatnsheldir gönguskór.
Vaðskór.
Grunnlag, tvö sett af hlýjum langermabol og buxum.
Miðlag, ull eða lopapeysa.
Auka lag, taktu með þér meðalþykkt lag ef þér verður mjög kalt.
Jakki, vind- og vatnsheldur, gore-tex eða álíka. Jakkinn verður að vera vatnsheldur og helst hafa hettu.
Vatnsheldar buxur, gore-tex eða álíka, og helst með rennilásum til kælingar.
Hanskar, eitt par af hlýjum hönskum og vindhelt par yfir.
Húfa, helst með vindþéttu fóðri.
Göngusokkar, þrjú pör, eitt þunnt, eitt þykkt og eitt par á kvöldin.
Göngustafir.
Handklæði, þunnt, sem þornar fljótt.
Bakpoki, dagpoki, 20-40 lítrar.
Regnheld hlíf yfir bakpokann eða regnslá sem hylur þig og bakpokann.
Sólgleraugu, helst með ól svo þau týnist ekki.
Sólarvörn / varasalvi með UV-sólarvörn.
Ílát fyrir vatn.
Tannbursti og -krem, hárbursti, sjampó, hárnæring, eyrnatappar, svefnmaski….
Lyf ef við á
Svefnpoki og lak
Snarl, súkkulaði, hnetur eða orkustangir eða eitthvað sem þú vilt að taka með þér.
Reiðufé eða kreditkort, sturta kostar um 500 krónur.
VIÐ MÆLUM LÍKA MEÐPlastpokar. Fyrir búnað sem er í bakpokanum, til að halda þeim þurrum.
Hitabrúsi.
Myndavél. Það er auðvitað mikilvægt að vera í núvitund í göngunni, en líka gaman að taka myndir fyrir minningar.
HVAÐ Á AÐ TAKA MEÐ Í HLAUPAFERÐ UM LAUGAVEGINNÞað sem þarf að koma með fyrir Laugavegshlaup:
Góðir utanvegaskór
Þægileg hlaupaföt (eins og hverri og einni finnst gott að vera í)
Buff, vettlinga, húfu, derhúfu, vatnsheldan jakka
Hlaupavesti, eða bakpoki sem er sérhannaður fyrir hlaup
Hlaupalegghlífar
Aukabol, mögulega aukabuxur sem verður að komast fyrir í vesti eða bakpoka
Sólgleraugu og sólaráburð
Svefnpoki og lak
Gott nesti fyrir báða hlaupadagana, til að borða á leiðinni. Gott og orkuríkt nesti
Gel, sölt, orkubari eða hvað eina sem við getum gripið auðveldlega í á leiðinni (fyrir utan nestið) og veitir orku
Vatnsbrúsa, vatnspoka. Hægt að fylla á leiðinni. Nauðsynlegt að vökva sig vel allan tímann!!
Gera ráð fyrir að fá sér e-s konar orku á ca.45 - klukkutíma fresti (gel, bar, eða meira)
Nesti og orka fyrir báða dagana. Senda með trússara inn í Hvanngil
Smyrsl sem hægt er að setja í zippoka til að setja á sig fyrir hlaup í Landmannalaugum og mögulega á leiðinni
Hafa með sér plástra ef hælsæri dettur inn - setja á það þegar maður finnur að það er að byrja EKKI of seint. Einnig mögulega teygjubindi
Verkjatöflur en ekki íbúfen – miklu frekar parasetamol
Álteppi
Fullhlaðinn sími og orkubanki
Pening fyrir aðstöðugjald t.d. í Landmannlaugum og fyrir sturtu í báðum skálum
Svefnpoki, snyrtidót, aukaföt, handklæði, inniskó. Ég mæli með hlýjum og þægilegum fatnaði til að fara í á kvöldin. Ég mæli einnig með að fara í sturtu í Hvanngili til að líða betur þegar farið verður að sofa.
Varðandi fatnað þá er það að sjálfsögðu einstaklingsbundið hvernig best er að vera búinn. Ég mæli hins vegar með að vera í ullarbol innst því ef við blotnum þá heldur ullin á okkur hita. Við munum ekki fara úr skóm þegar við vöðum ár. Bæði er það vesen sem og það er bara lygilega gott að fara ofan í kaldar árnar. Þær hressa, bæta og kæta og skórnir eru mjög fljótir að þorna. Það er nauðsynlegt að vera með aukapar af sokkum fyrir dag tvö, ekki endilega aðra skó. En það er gott að senda dagblaðapappír inn í Hvanngil til að setja í raka skóna að kvöldi fyrsta dags.
Munið að láta vita um ofnæmi eða sérstakt matarræði.