top of page
Lonsofaefi copy.jpg

LÓNSÖRÆFI
JÓGAFERÐ

119.000.- kr.

Lengd ferðar: 4 dagar / 3 nætur.

Erfiðleikastig 2-3 af 4 skór (sjá hér​).

DAGSETNING: 

8. - 11. júlí, 2024.
 

INNIFALIÐ:

Keyrsla til og frá Illakambi (frá Höfn), gisting í 3 nætur í Múlaskála. morgun- og kvöldmatur, fararstjórn og jóga. Hollur og góður kvöldmatur frá Krúsku í boði öll kvöld. Grillað saman síðasta kvöldið.

Ekki innifalið er nesti yfir daginn.

Jógaferð um Lónsöræfi og Stafafellsfjöll. Áhersla á grænan lífsstíl og jóga en Gróa er jógakennari. Gist í Múlaskála í þrjár nætur.

 

DAGUR 1 / 8. júlí / 7,5 km. / Upphækkun um 600 m.

Ekið á Illakamb og þaðan gengið í Múlaskála. Gengið um nærumhverfið og farið í jóga.

DAGUR 2 / 9. júlí / 12 km. / 6 klst. / Upphækkun um 800 m.

Mjúkar jógaæfingar til að undirbúa okkur fyrir göngu dagsins. Gengið upp Flumbrugil og ofan í Víðibrekkusker þar sem litadýrð er mikil. 

DAGUR 3 / 10. júlí / 15,5 km. / 7-8 klst. / Upphækkun 850 m.

Mjúkar jógaæfingar áður en gengið er að Tröllakrókum og þessi undrasmíði náttúrunnar skoðuð frá öllum hliðum. Gengið fram á brúnir Víðidals þar sem tækifæri gefst til að rifja upp nokkrar skemmtilegar sögur af íbúum dalsins. 


DAGUR 4 / 11. júlí / 2,3 km. / 1 klst. / Upphækkun um 200 m. 

Gengið á Illakamb og ekið til Hafnar þar sem ferðinni lýkur.


 

Fararstjórn

Gróa Másdóttir 

bottom of page