Lonsofaefi copy.jpg

LÓNSÖRÆFI
JÓGAFERÐ

93.000.- kr.

Lengd ferðar: 4 dagar / 3 nætur.

DAGSETNING: 

10. - 13. júlí, 2022.

INNIFALIÐ:

Keyrsla til og frá Illakambi (frá Höfn).

Gisting í 3 nætur í Múlaskála.

Matur, fararstjórn og jóga.

Jógaferð um Lónsöræfi og Stafafellsfjöll. Áhersla á grænan lífsstíl og jóga en Gróa er jógakennari. Gist í Múlaskála í þrjár nætur.


DAGUR 1 / 10. júlí / 7,5 km. / Upphækkun um 600 m.

Ekið á Illakamb og þaðan gengið í Múlaskála. Gengið um nærumhverfið og farið í jóga.

DAGUR 2 / 11. júlí / 12 km. / 6 klst. / Upphækkun um 800 m.

Mjúkar jógaæfingar til að undirbúa okkur fyrir göngu dagsins. Gengið upp Flumbrugil og ofan í Víðibrekkusker þar sem litadýrð er mikil. 

DAGUR 3 / 12. júlí / 15,5 km. / 7-8 klst. / Upphækkun 850 m.

Mjúkar jógaæfingar áður en gengið er að Tröllakrókum og þessi undrasmíði náttúrunnar skoðuð frá öllum hliðum. Gengið fram á brúnir Víðidals þar sem tækifæri gefst til að rifja upp nokkrar skemmtilegar sögur af íbúum dalsins. 


DAGUR 4 / 13. júlí / 2,3 km. / 1 klst. / Upphækkun um 200 m. 

Gengið á Illakamb og ekið til Hafnar þar sem ferðinni lýkur.HVAÐ Á AÐ TAKA MEÐ

Það sem þarf að koma með fyrir Lónsöræfi:

 • Gönguskór, góðir, vatnsheldir gönguskór.

 • Vaðskór.

 • Grunnlag, tvö sett af hlýjum langermabol og buxum.

 • Miðlag, ull eða lopapeysa.

 • Auka lag, taktu með þér meðalþykkt lag ef þér verður mjög kalt.

 • Jakki, vind- og vatnsheldur, gore-tex eða álíka. Jakkinn verður að vera vatnsheldur og helst hafa hettu.

 • Vatnsheldar buxur, gore-tex eða álíka, og helst með rennilásum til kælingar.

 • Hanskar, eitt par af hlýjum hönskum og vindhelt par yfir.

 • Húfa, helst með vindþéttu fóðri.

 • Göngusokkar, þrjú pör, eitt þunnt, eitt þykkt og eitt par á kvöldin.

 • Göngustafir.

 • Handklæði, þunnt, sem þornar fljótt.

 • Bakpoki, dagpoki, 20-40 lítrar.

 • Regnheld hlíf yfir bakpokann eða regnslá sem hylur þig og bakpokann.

 • Sólgleraugu, helst með ól svo þau týnist ekki.

 • Sólarvörn / varasalvi með UV-sólarvörn.

 • Svefnpoki og lak

 • Ílát fyrir vatn.

 • Tannbursti og -krem, hárbursti, sjampó, hárnæring, eyrnatappar, svefnmaski….

 • Lyf, ef við á. 

 • Höfuðljós, og auka rafhlöður.

 • Snarl, súkkulaði, hnetur eða orkustangir eða eitthvað sem þér langar að taka með þér.

 • Reiðufé eða kreditkort, sturta kostar um 500 krónur.
  Ath. Munið að láta vita um ofnæmi eða sérstakt matarræði.

Við mælum líka með:

 • Plastpokar. Fyrir búnað sem er í bakpokanum, til að halda þeim þurrum.

 • Hitabrúsi. 

 • Myndavél. Það er auðvitað mikilvægt að vera í núvitund í göngunni, en líka gaman að taka myndir fyrir minningar.

Fararstjórn

Gróa, Helga Bára og Sigrún