top of page
Laugavegur-Hikers_Paradise_trail.jpeg

LAUGAVEGUR
HLABBFERÐ
KVENNAFERÐ

79.000 kr.

Lengd ferðar: 54 km.

Lengd ferðar: 3 dagar / 2 nætur.
Erfiðleikastig 2 af 4 skór (sjá hér).

DAGSETNING: 

17. - 19. júlí, 2024. 

INNIFALIÐ:

Rútuferðir, trúss, morgun- og kvöldmatur frá Krúsku, fararstjórn og gisting í skálum.

Ekki innifalið er nesti yfir daginn.

Hlabbferð er bland af hlaupum og labbi.

DAGUR 1  / 17. júlí

Reykjavík - Landmannalaugar, keyrsla.

Landmannalaugar - Hvanngil, hlabb, 26 km / um 7 klst / hækkun 470 m / lækkun 490 m.

Keyrt frá Reykjavík inn í Landmannalaugar snemma morguns. Komum í Landmannalaugar um hádegi. Fljótlega eftir komuna er lagt af stað og við hlöbbum um 26 km inn í Hvanngil. Þar bíður okkar góður matur og slökun.

Við hlöbbum upp í Hrafntinnusker, meðfram hlíðum Reykjafjalla, niður í Jökultungur og um töfrandi landslag, sem einkennist af jarðhita og marglituðum fjöllum. Við höldum svo áfram í Álftavatn, stoppum þar augnablik, áður en við klárum daginn inn i Hvanngil, þar sem við gistum.

DAGUR 2 / 18. júlí.

Hvanngil - Þórsmörk, hlabb; 28 km / um 9 klst / Lækkun 40 m.

Við leggjum snemma af stað og hlöbbum frá Hvanngili inn í Þórsmörk. Eftir stutt stopp í Langadal, trítlum við yfir í Bása þar sem við munum eiga notalega kvöldstund saman.

Dagurinn býður upp á margrbotið landslag svartra sanda, jökla, dala, fjalla og birkiskóga í Þórsmörk. Við hlöbbum Mælifellssand, sem er svört sandeyðimörk mynduð af einstöku samspili íss og elds. Þegar við nálgumst Emstrur breytist landslagið og ef veður leyfir fáum við útsýni yfir Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul. Eftir Emstrur, hlöbbum við meðfram hinum magnaða Mýrdalsjökli og fylgjum Syðri Emstruá, meðfram mjóum og djúpum gljúfrum. Við höldum áfram gegnum Almenninga og framhjá einstöku móbergsfjalli sem kallast Einhyrningur. Fljótlega verður landslagið gróðursælla, þar til við komum í þéttan birkiskóg í Langadal í Þórsmörk.

Fararstjórn

​Ólafía Lárusdóttir

bottom of page