top of page
IMG_5815 copy.jpg

LÓNSÖRÆFI
FYRIR LENGRA KOMNA

108.000.- kr.

Lengd ferðar: 4 dagar / 3 nætur.
Erfiðleikastig 3 af 4 skór (sjá hér​)

DAGSETNING: 

17. - 20. ágúst, 2023.
 

INNIFALIÐ:

Keyrsla til og frá Illakambi (frá Höfn).

Gisting í 3 nætur í Múlaskála.

Matur og fararstjórn.

Gönguferð sem reynir á göngufólk. Vöð sem þarf að tækla, langir dagar en náttúruupplifun svo um munar. Grísatungnagil er fáfarið svæði austan megin við Múlaskála. Til að komast þangað þarf m.a. að vaða Víðidalsá sem getur reynt á. Sauðhamarstindur er 1319 m hár tindur við austurjaðar Vatnajökuls. Ákaflega fallegur en ágætlega krefjandi. Hér verðum við að hafa jöklabúnað með okkur. Síðasta daginn göngum við með allt dótið okkar upp á Illakamb þar sem það verður sótt og skutlað niður á láglendið. Við ætlum að ganga Kambana, niður á láglendið og hitta bílstjórna okkar við Eskifell.

DAGUR 1 / 17. ágúst / 2,3 km / 45 mín. / 200 m lækkun

Hittumst 16:30 á Höfn og hittum jeppana. Ekið á Illakamb og þaðan gengið í Múlaskála. Kvöldmatur og undirbúningur fyrir næsta dag. 

DAGUR 2 / 18. ágúst / um 10 km / 5 klst. / Upphækkun 400-500 m.

Gengið inn í Grísatungnagil, um austurenda Víðidals. Hér er nauðsynlegt að vera með létta utanvegaskó, helst hlaupaskó, því við munum vaða mikið og þ.a.l. gott að geta gengið sem mest í hlaupaskónum. Ákaflega fallegt og litríkt gil sem fáir hafa heimsótt.

DAGUR 3 / 19. ágúst / 17 km / 9-10 klst. / Upphækkun 1100 m.

Sauðhamarstindur er verkefni dagsins. Farið verður upp Flumbrugil og upp á Víðibrekkusker áður en við höldum á tindinn sjálfan. Tindurinn er með þeim hærri á Austfjörðum og útsýnið þaðan er stórkostlegt eftir því, m.a. sést vel yfir austurhluta Vatnajökuls, Snæfell og áleiðis norður yfir heiðar.


DAGUR 4 / 20. ágúst / 14 km / 6 klst. / Upphækkun 800 m. 

Gengið á Illakamb með allt dótið okkar. Þar verður það sótt og keyrt niður á láglendið á meðan að við göngum um Kambana niður að Eskifelli.

 

Mögulega skiptum við á dögum tvö og þrjú. Það fer allt eftir veðri og aðstæðum.

Jón Bragason, Lónsöræfajarl, verður aðal leiðsögmaður ferðarinnar enda þekkir hann svæðið betur en flestir, fyrir utan að vera mjög skemmtilegur sögumaður.


Fararstjórn

Auður Jónasdóttir og Jón Bragason

bottom of page