ÞÓRSMÖRK
HLABB
KVENNAFERÐ
75.000 kr.
Lengd ferðar: 2 dagar / 2 nætur (í Básum).
DAGSETNING:
11.-13.ágúst 2023.
INNIFALIÐ:
Rútuferðir, morgun- og kvöldmatur, fararstjórn og gisting í tvær nætur í skála í Básum. Ekki innifalið er nesti yfir daginn.
Hlabbferð (hlaup / labb) í Þórsmörk.
Við ætlum að njóta þess að hlabba, taka myndir, spjalla saman, þar sem ekki er lögð áhersla á að komast sem hraðast yfir. Það verður ekki hlaupið hraðar en sú hægasta fer og passað upp á að halda hópinn allan tímann. Umfram allt að allir fái sem mest út úr ferðinni. Það eru engar kröfur gerðar um að hlauparar séu meistarar í hlaupum, það eiga allir að geta komið og notið útiverunnar, hreyfingarinnar og félagsskaparins. Innifalið er rútuferð báðar leiðir, gisting í tvær nætur, fararstjórn og kvöldmatur bæði kvöldin og morgunmatur.
DAGUR 1 / 11.ágúst
Keyrt úr Reykjavík um morguninn. Komið sér fyrir og hlabbað í nágrenni við skálann.
DAGUR 2 / 12.ágúst
Hlabbað eftir veðri og aðstæðum, vegalengd 15 - 20 km.
DAGUR 3 / 13.ágúst
Gengið frá og keyrt til Reykjavíkur.
Fararstjórn
Ólafía Lárusdóttir