top of page
Laugavegur-Hikers_Paradise_trail.jpeg

ÞÓRSMÖRK HLAUP
KVENNAFERÐIR

75.000 kr.

Lengd hlaups: 54 km.

Lengd ferðar: 2 dagar / 2 nætur.

DAGSETNING: 

9. - 11. ágúst, 2023.
 

INNIFALIÐ:

Rútuferðir, trúss, morgun- og kvöldmatur, fararstjórn og gisting í tvær nætur í skálum. Ekki innifalið er nesti yfir daginn.

 

Hlabbandi (hlaupandi og labbandi) ferð yfir Laugaveginn næsta sumar.
Við ætlum að njóta þess að hlabba, taka myndir, spjalla saman, þar sem ekki var lögð áhersla á að komast sem hraðast yfir. Næsta sumar stefna Grænar ferðir á slíka ferð, 9. - 11. ágúst. Það verður ekki hlaupið hraðar en sú hægasta fer og passað upp á að halda hópinn allan tímann. Umfram allt að allir fái sem mest út úr ferðinni. Það eru engar kröfur gerðar um að hlauparar séu meistarar í hlaupum, það eiga allir að geta komið og notið útiverunnar, hreyfingarinnar og félagsskaparins. Innifalið er rútuferð báðar leiðir, gisting í tvær nætur, fararstjórn, trúss og kvöldmatur bæði kvöldin og morgunmatur fyrri daginn.

DAGUR 1  / 9. ágúst

Keyrt úr Reykjavík um morguninn. Landmannalaugar - Hvanngil. Gist í Hvanngili. 24 km. / 8 - 9 klst. / Upphækkun 470 m. og lækkun 490 m.

DAGUR 2 / 10. ágúst

Hvanngil - Þórsmörk. Gist í Þórsmörk. 31 km. / 9-10 klst. / Lækkun 40 m. og lækkun um 300 m.

 

DAGUR 3 / 11. ágúst

Keyrt til Reykjavíkur

Fararstjórn

​Ólafía Lárusdóttir

bottom of page