LÓNSÖRÆFI

Frá 77.000 kr.

DAGSETNING: Helgin 2. - 5. júlí, 2020, fimmtudagur til sunnudags.


Náttúruupplifun Í hinum mögnuðu Lónsöræfum. Útivist og jóga, með áherslu á líkamsvitund, hreyfingu, heilsu og náttúruupplifun.

Í júlí ætlum við, í samstarfi við Ferðafélag Íslands, í jógaferð í Lónsöræfi. Hvar er betra að stunda jóga en í algjörri kyrrð á einum fegursta stað Íslands. Nánari upplýsingar koma brátt.


2. júlí, sameinast í bíla í Höfn í Hornafirði og ekið á Illakamb. Gengið þaðan í Múlaskála.

3. júlí, Jóga og morgunæfingar. Gengið um Tröllakróka og þessi undrasmíði náttúrunnar skoðuð frá öllum hliðum.

4. júlí, Jóga og morgunæfingar. Gengið um Stafafellsfjöll en verkefni dagsins er Sauðhamarstindur, 1319 m. Þaðan er stórkoslegt útsýni yfir Álftafjörð og Hoffellsdal, til Austfjarða og Öræfajökuls.

5. júlí, Jóga og morgunæfingar. Gengið fram á Illakamb og ekið þaðan á Höfn þar sem ferðinni lýkur.


Fararstjórn

Gróa Másdóttir og Edith

 

+354 8641336

Rafstöðvarvegur 4