Laugavegur-Hikers_Paradise_trail.jpeg

LAUGAVEGUR - ÓHEFÐBUNDIN GANGA

99.000 kr.

Lengd göngu: 54 km.

Lengd ferðar: 5 dagar / 4 nætur.

DAGSETNING: 

Vikan 29. júní - 3. júlí, miðvikudagur til sunnudags.

INNIFALIÐ:

Rútuferðir, trúss, morgun- og kvöldmatur, fararstjórn og gisting í skálum. Ekki innifalið er nesti yfir daginn.


Við ætlum að ganga saman Laugaveginn, og njóta saman magnaðrar náttúru. Útivist og jóga, með áherslu á líkamsvitund, hreyfingu, heilsu og náttúruupplifun. Þetta er trúss ferð, svo þú þarft bara að ganga með dagpoka.

DAGUR 1  / 29. júní

Reykjavík - Landmannalaugar.

Rúta frá Reykjavík til Landmannalauga. Við skoðum Landmannalaugar og njótum fallegrar náttúru. Leggjum svo af stað í Hrafntinnusker. 

Landmannalaugar - Hrafntinnusker. 12 km. / 5-6 klst. / Upphækkun 470 m.

Í dag er gengið um 12 km. frá Landmannalaugum til Hrafntinnukers. Heildarhækkun er um 470 m. Við göngum hægt yfir þennan hluta til þess að geta notið þess sem landslagið hefur upp á að bjóða sem eru ríólít fjöll í öllum regnbogans litum, gróft og fallegt hraun og hverir.

Gangan hefst með því að fara yfir hið magnaða Laugahraun sem myndaðist í eldgosi í Brennisteinsöldu árið 1477. Við höldum áfram uppávið, framhjá Stórahver og komum þá að einum af fegurstu stöðum heims, þar sem litadýrðin minnir helst á málverk. Við göngum áfram yfir í landslag sem einkennist af kolsvartri hrafntinnu, uns við komum í skálann í Hrafntinnuskeri, þar sem við gistum.

DAGUR 2 / 30. júní

Hrafntinnusker - Álftavatn. 12 km. / 6 klst. / Lækkun 490 m.

Í dag er gengið um 12 km. frá Hrafntinnuskeri í Áfltavatn. Heildarlækkun er 490 m.

Við göngum meðfram hlíðum Reykjafjalla, niður í Jökultungur og að Áfltavatni, þar sem við gistum í nótt. Eftir morgunmat í Hrafntinnuskeri, höldum við um töfrandi landslag, sem einkennist af jarðhita og marglitum Reykjafjöllum, dökkum palagónít-móbergsfjöllum, með stöku hvítum blettum af snjó. Ef veður og skyggni leyfir munum við ganga á fjallið Háskerðing. Háskerðingur bíður upp á eitt fallegasta útsýni landsins, yfir marglita dali, fjöll, eldfjöll og jökla. Við höldum svo áfram niðurávið að Áfltavatni þar sem við gistum.

DAGUR 3 / 1. júlí

Álftavatn - Emstrur. 16 km. / 7-8 klst. / Lækkun 40 m.

Í dag er gengið 16 km frá Álftavatni að Emstrum. Heildarlækkun er 40 m. Munum að pakka vaðskóm ofarlega í dag því við þurfum að vaða yfir ár.

Ef veður leyfir munum við ganga óhefðbundna og mun fallegri leið sem tilheyrir ekki dæmigerðri Laugavegsgöngu. Leiðin liggur meðfram Álftavatni og fer yfir dásamlega fallegan dal. Við þurfum að vaða yfir frekar djúpa á. Ef veður er slæmt og mikið í ám, er gengið um hefðbundna slóð, yfir Brattháls, í gegnum Hvanngil og síðan eftir þjóðveginum. Síðan höldum við áfram göngu á Mælifellssandi, svartri sandeyðimörk mynduð af einstöku samspili íss og elds. Þegar við nálgumst Emstrur breytist landslagið og ef veður leyfir fáum við útsýni yfir Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul. Eftir að við höfum komið okkur fyrir í Emstrum, skoðum við hið stórbrotna Markarfljótsgil.

DAGUR 4 / 2. júlí

Emstrur - Þórsmörk. 15 km / 7-8 klst. / Lækkun 300 m.

Í dag er gengið 15 km frá Emstrum í Þórsmörk. Heildarlækkun er 300 m.

Dagurinn býður upp á margrbotið landslag jökla, dala, fjalla og birkiskóga í Þórsmörk. Eftir að við yfirgefum Emstrur, göngum við meðfram hinum magnaða Mýrdalsjökli og fylgjum Syðri Emstruá, meðfram mjóum og djúpum gljúfrum. Við höldum áfram gegnum Almenninga og framhjá einstöku móbergsfjalli sem kallast Einhyrningur. Fljótlega verður landslagið gróðursælla, þar til við komum í þéttan birkiskóg í Langadal í Þórsmörk. Grill um kvöldið og gistum í Þórsmörk.

TIL HAMINGJU! Þú varst að ljúka einni fallegustu gönguleið heims!!

DAGUR 5 / 3. júlí

Við förum til Reykjavíkur. Á meðan við bíðum eftir rútunni verður boðið upp á göngu í nágrenni skálans. Fyrir áhugasama getum við bókað aðra gistingu í Þórsmörk. Þá er hægt að njóta friðlandsins í rólegheitum eða halda áfram að ganga Fimmvörðuhálsinn í Skóga, á eigin vegum. Fyrir einkaleiðsögn yfir Fimmvörðuhálsinn, endilega hafið samband við okkur.


HVAÐ Á AÐ TAKA MEÐ

Það sem þarf að koma með fyrir Laugavegsgöngu:

 • Gönguskór, góðir, vatnsheldir gönguskór.

 • Vaðskór.

 • Grunnlag, tvö sett af hlýjum langermabol og buxum.

 • Miðlag, ull eða lopapeysa.

 • Auka lag, taktu með þér meðalþykkt lag ef þér verður mjög kalt.

 • Jakki, vind- og vatnsheldur, gore-tex eða álíka. Jakkinn verður að vera vatnsheldur og helst hafa hettu.

 • Vatnsheldar buxur, gore-tex eða álíka, og helst með rennilásum til kælingar.

 • Hanskar, eitt par af hlýjum hönskum og vindhelt par yfir.

 • Húfa, helst með vindþéttu fóðri.

 • Göngusokkar, þrjú pör, eitt þunnt, eitt þykkt og eitt par á kvöldin.

 • Göngustafir.

 • Handklæði, þunnt, sem þornar fljótt.

 • Bakpoki, dagpoki, 20-40 lítrar.

 • Regnheld hlíf yfir bakpokann eða regnslá sem hylur þig og bakpokann.

 • Sólgleraugu, helst með ól svo þau týnist ekki.

 • Sólarvörn / varasalvi með UV-sólarvörn.

 • Ílát fyrir vatn.

 • Tannbursti og -krem, hárbursti, sjampó, hárnæring, eyrnatappar, svefnmaski….

 • Svefnpoki og lak

 • Lyf, ef við á. 

 • Höfuðljós, og auka rafhlöður.

 • Snarl, súkkulaði, hnetur eða orkustangir eða eitthvað sem þú vilt að taka með þér.

 • Reiðufé eða kreditkort, sturta kostar um 500 krónur.
  Ath. Munið að láta vita um ofnæmi eða sérstakt matarræði.

Við mælum lika með:

 • Plastpokar. Fyrir búnað sem er í bakpokanum, til að halda þeim þurrum.

 • Hitabrúsi. 

 • Myndavél. Það er auðvitað mikilvægt að vera í núvitund í göngunni, en líka gaman að taka myndir fyrir minningar.

Fararstjórn

Gróa Másdóttir og Helga Bára