MALLORCA
Verð 110.000 kr.
DAGSETNING: 24.-29. apríl 2020.
Heilsueflandi ferð með áherslu á jóga, hreyfingu og útivist.
Fararstjóri: Sigrún Eiríksdóttir.
Lágmarks fjöldi: 10.
Grænar ferðir bjóða upp á vorferð til Mallorca dagana 24.-29.apríl 2020.
Dvalið verður á spænskri bændagistingu rétt hjá vínræktarsvæði Binissalem sem er í 30 mínútna fjarlægð frá Palma, höfuðborg Mallorca. Ferðin inniheldur m.a. gönguferðir, jóga, nudd, og heilsumarkþjálfun. Í boði verður að fara til Binissalem í vín- og matarsmökkun en bærinn er þekktasti vínframleiðandinn á eyjunni. Dvalið verður uppi í sveit með hinum spænsku Cristinu Moragues og Estrellu Agorreta sem sjá um námskeiðið en Cristina er jógakennari og nuddari að mennt og Estrella starfar við heilsumarkþjálfun. Undanfarin ár hafa þær tekið á móti fólki í sveitinni því þær kjósa að vera i sem mestum tengslum við náttúruna. Estrella mun leiða hópinn í markþjálfunaræfingum á meðan Cristina stýrir jóga og nuddæfingum. Estrella og Cristina komu til Íslands í vor á vegum Grænna ferða og héldu helgarnámskeið sem sló heldur betur í gegn. Að auki fóru Grænar ferðir á námskeið hjá þeim til Mallorca haustið 2018.
NÁNARI LÝSING:
Þátttakendur koma á eigin vegum til Palma (eða í fylgd með fararstjórum frá Íslandi), og hitta fararstjóra 25.apríl og fara saman í rútu á gististað á sveitasetur, eða finca eins og það kallast á spænsku, þar sem gist verður í 4 nætur. Daginn eftir hefst svo námskeiðið sjálft sem stendur í 2 daga, 26.-27.apríl. Á 4.degi verður í boði að fara til Deia, Soller og Binissalem í vín- og matarsmökkun.
DAGSKRÁ:
24.apríl: Flug til Mallorca með fararstjórum eða á eigin vegum. Gist í Palma í 1 nótt.
25.apríl: Hópur sóttur til Palma og keyrt á sveitasetrið í Binissalem þar sem farið verður í stutta göngu um svæðið.
26. og 27.apríl: Námskeið með Estrellu heilsumarkþjálfa og Cristinu jógakennara og nuddara.
28.apríl: Í boði er að fara með rútu til Deia sem er gullfallegur bær á austurhluta eyjarinnar og þaðan verður gengið til Soller þar sem rútan nær í hópinn kl.13.00 og fer til Binissalem í matar- og vínsmökkun.
29.apríl: Brottfarardagur.
VERÐ 110.000 kr:
ATH sum stéttarfélög veita styrki í þessa ferð
Innifalið í verði:
Tveggja daga námskeið með Estrellu og Cristinu.
Gisting í x4 nætur, fullt fæði í x4 daga.
Gönguferðir.
Rútuferðir til og frá Binissalem (25. og 29.apríl).
Ekki innifalið, en í boði:
Flug frá Íslandi til Palma (gegnum Barcelona eða London) og gisting í Palma, 24.-25. apríl, 90.000 kr.
Vínsmökkun, ganga, matarsmökkun í Deia, Soller og Binissalem, 28. apríl, 12.500 kr.