top of page
Untitled_edited.jpg

PORTÚGAL

Verð 255.000 kr.

DAGSETNING:  október, 2022.


Göngur, menning og skoðunarferð um Portúgal, frá Lissabon til Porto.


Fararstjóri: Helga Bára Bartels Jónsdóttir.

7. október, mánudagur: Flogið til Lissabon, beint flug frá Keflavík. Kvöldmatur og lifandi fado söngur í Alfama, sem er eitt af elstu hverfum Lissabon. Fado er þjóðlagatónlist Portúgal, mjög tilfinningaþrungin og fjalla um líf fátækra og örlög sjómanna sem hafið tók. Gist á fallegu hóteli í Lissabon. 

8. október, þriðjudagur: Lissabon er ein elsta borg Evrópu, með mikla sögu, sterka menningu og dásamlega matarhefð. Frá kastalanum Sao Jorge er útsýni yfir borgina og yfir ánna Tagus þar sem minna eintak af styttunni Jesú Kristi í Río, stendur. Við skoðum Belém sem er þekkt fyrir minnisvarðann um landkönnuðina og bakaríið sem selur hinar vel þekktu kökur Pastés de Belém. Um kvöldið keyrum til Serra de Estrela fjallgarðsins. Fjallgarðurinn er sá hæsti í Portúgal, með hæðsta punkt 1.993 m. yfir sjávarmáli, og er skíðasvæði um hávetur. Við gistum á fallegu hóteli í fjöllunum.

9. október, miðvikudagur: Eftir morgunmat förum við í göngu um fjallgarðinn og njótum náttúrunnar með sínum háfjallagróðri. Við verðum í fylgd með innfæddum sem segir okkur sögur af svæðinu. Gisting á sama hóteli.

10. október, fimmtudagur: Við ferðumst til dalsins Douro. Douro dalur er frægur fyrir Portvínið, sem er eini staðurinn í Portúgal þar sem þetta vín er framleitt. Við keyrum í gegnum fallegar sveitir Portúgals til Douro þar sem við gistum næstu 2 nætur. Eftir hádegi heimsækjum við víngarð og smökkum þetta þekkta vín Portúgals. Eftir hádegi förum við í göngu um svæðið.

11. október, föstudagur: Gönguferð um dalinn og njótum dásamlegs útsýnis yfir Douro og Pinao dali. Við heimsækjum einnig lítið þorp kallað Provesende, sem þekkt er fyrir hvítvínið sitt. Eftir hádegi göngum við hina þekktu Passadicos do Paiva leið.

12. október, laugardagur: Við keyrum til Porto um morguninn og skoðum þessa dásamlegu borg sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Leisögumaður frá Porto fer með okkur um borgina til að sýna okkur sögulegar byggingar og minnisvarða, bókabúðina Livraria Lello sem er ein sú elsta og þekktasta í heimi, ásamt fleiri kennileitum sem einkenna borgina.

13. október, sunnudagur: Við keyrum til baka til Lissabon, með viðkomu í borginni Coimbra. Í Coimbra er elsti háskóli Portúgals, og reyndar einn elsti háskóli heims sem starfað hefur óslitið frá 1290. Eftir hádegi keyrum við til Lissabon. Kvöldið frjálst.

14. október, mánudagur: Flogið til baka til Íslands.

VERÐ á mann

Einstaklings herbergi: 295.000  ISK

Tveggja manna herbergi: 255.000 ISK

Þriggja manna herbergi: 245.000 ISK


INNIFALIÐ

Flug til og frá Lissabon.

Öll ferðalög og hótel í Portúgal.

Hótel og morgunmatur.

Kvöldmatur fyrsta kvöldið.

bottom of page