GRÆNAR FERÐIR
GÖNGUR OG ÚTIVIST VIÐ ALLRA HÆFI
Grænar ferðir bjóða upp á ferðir og námskeið, bæði innanlands og erlendis, þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi.
Markmiðið með Grænum ferðum er að læra að bera virðingu fyrir umhverfinu, okkur sjálfum og hvert öðru og tileinka okkur heilbrigðan lífsstíl.
UM OKKUR
Grænar ferðir er hópur kvenna sem hefur einskæran áhuga á útivist, náttúru, umhverfismálum og heilbrigðum lífsstíl. Ferðirnar okkar miða að því að leiða fólk um fallega náttúru og að innri vellíðan og hamingju. Við ætlum að tengjast umhverfinu og læra að vera í núinu. Markmið með Grænum ferðum er einnig að læra að bera virðingu fyrir umhverfinu, okkur sjálfum og hvert öðru. Við lærum lífsstíl sem er með það markmið að færa meðvitund okkar nær umhverfinu.
UMSJÓNARMENN OG LEIÐBEINENDUR
Gróa Másdóttir, leiðsögukona, markþjálfi og jógakennari
Helga Bára Bartels Jónsdóttir, leiðsögukona, jarðfræðingur og fimleikaþjálfri
Sigrún Eiríksdóttir, leiðsögukona og kennari