
KOSTA RÍKA
Frá 345.000 kr.
DAGSETNING: 15. febrúar til 2. mars, 2023.
Náttúruupplifun, göngur, útivist, dýralíf og ævintýri á Kosta Ríka.
15. febrúar: Flogið til Kosa Ríka.
Á Kosa Ríka ætlum við að upplifa magnaða náttúru og skoða margbrotið dýralíf, ásamt því að næra sál og líkama með jóga og göngum.
Við fljúgum til San Jose, sem er höfuðborg Kosta Ríka, með millilendingu í Orlando eða London.
Tortuguero þjóðgarður býður upp á einstakt dýralíf, og er eitt af villtustu svæðum Kosta Ríka. Þar er líffræðilegur fjölbreytileiki hvað mestur á öllu landinu, og hafa mörg búsvæði dýra fundist. Við njótum náttúrunnar sem skartar sínu fallegasta formi. Göngur, bátsferðir, margbrotið dýralíf og ævintýri.
Frá Tortuguero höldum við til Arenal eldfjallagarðs. Eldfjallið Arenal er staðstett á frjósömum norðurslóðum Kosta Ríka. Náttúruupplifun í þjógarðinum Arenal, þar sem við njótum útsýnis yfir eldfjallið og hraunbreiður. Náttúrugöngur um eldfjallagarðinn, um hraun og skóga. Þjóðgarðurinn er hluti af náttúruverndarsvæði sem nær um 1000 hektara meðfram norðurhluta Kosta Ríka, og nær yfir einstaka jarðfræði og líffræði.
Monteverde er fjalllent svæði í norðausturhluta Kosta Ríka, og hefur að geyma eintaka regnskóga og dýralífi, m.a. jagúar, ýmsar apategundir, parduskettir og margar fuglategundir. Monteverde hefur hlotið margar tilnefningar, svo sem “place to remember before it disappears” af Newsweek, og eitt af sjö undrum Kosta Ríka. Í Monteverde er einnig að finna kaffiekrur og eru íbúar einstaklega vinalegir. Bærinn Santa Elena er fylltur áhugaverðum veitingastöðum og handverksbúðum. Selvatura Adventure Park er svæði innan Monteverde, þar sem hægt að er njóta náttúrunnar á ýmsa vegu. Við njótum náttúrunnar í göngum og fyrir minna lofthrædda skoðum náttúruna ofanfrá.
Rincón de la Vieja þjóðgarður er einstaklega fallegt eldfjallasvæði og hefur að geyma fjölda hvera í fallegum litum og heitar uppsprettur. Þjóðgarðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO. Þarna eru gufuhverir, litlir goshverir og fossar. Gönguferðir og náttúruupplifun í sérflokki. Auk fjölbreyttrar jarðfræði er í þjóðgarðinum einstakt dýralíf. Þar býr fjöldi spendýra, eins og beltisdýr, ýmsar tegundir apa, villisvín og fjallaljón, og yfir 300 tegundir fugla.
Tamarindo er borg í héraðinu Guanacaste, á Kyrrahafsströnd Kosta Ríka. Tamarindo er þekkt fyrir fallegar strendur. Playa Grande, er þekkt fyrir hreiðurgerð hinnar gríðarstóru skjaldböku sem kallast leatherback á ensku. Varpsvæði skjaldbökunnar er hluti af þjóðgarðinum Las Baulas National Marine Park. Krókódílar og apar eru líka algengar dýrategundir á þessu svæði. Síðustu dagar ferðarinnar njótum við á þessum fallega stað, Tamarindo. Í boði verða jógaæfingar á ströndinni, köfun (snorkel), siglingar og borgarferð til Liberiu. Einnig gefst tími til að bara njóta og upplifa öldur og strendur Tamarindo.
2. mars: Flogið til baka til Íslands.
VERÐ
Einstaklings herbergi: 465.000 ISK
Tveggja manna herbergi: 365.000 ISK
Þriggja manna herbergi: 345.000 ISK
INNIFALIÐ
Öll ferðalög og hótel innan Kosta Ríka.
Leiðsögn með íslenskum leiðsögumönnum og leiðsögumanni frá Kosta Ríka.
Hótel og morgunmatur.
Hádegismatur fyrstu dagana innifalinn.
Kvöldmatur fyrstu dagana innifalinn.
EKKI INNILFALIÐ
Flug er ekki innifalið í þessu verði.























